fbpx
Ert þú búin að setja þér raunhæf markmið fyrir meistaramánuð? – Svava Björk
7. febrúar, 2017
Ég skora á þig SYKURLAUSA ÁSKORUN Í EINA VIKU – Motivation.is
14. febrúar, 2017

Viku kvöldmatseðill af hollum og ótrúlega góðum mat – Sara Rún

Það er ákveðið vandamál sem margir stríða við, en það er að ákveða hvað á að vera í kvöldmatinn. Það eru alltof margir sem hugsa út í kvöldmatinn seint á daginn og enda á að kaupa sér skyndibita. Ef að þú ætlar að halda þér í hollu mataræði er mikilvægt að vera skipulagður og vera búinn að ákveða hvað þú ætlar að hafa í kvöldmatinn. Ef að þú gerir matseðil fyrir vikuna eru minni líkur á að þú endir í skyndibita á kvöldinn. Prufaðu að setjast niður á sunnudegi og gera viku matseðil með fjölskyldunni, þú sparar bæði pening og tíma með því.
Hér er mín hugmynd af matseðli fyrir eina viku :

Hugmynd af vikumatseðli :

 

Mánudagur: Soðin Ýsa m/kartöflum og fersku grænmeti.

Þriðjudagur: Mexicó Lasagna

Miðvikudagur: Lax m/sætum kartöflum og fersku grænmeti.

Fimtudagur: Kjúklingabringur m/sætum kartöflum og fersku grænmeti.

Föstudagur: Austurlensk súpa m/grænmeti.

Laugardagur: Blómkálspizza m/kjúkling,spínat og feta.  

Sunnudagur: Lambalæri m/brúnni sósu , kartöflum og fersku grænmeti.

Sara Rún Markúsardóttir

Eg heiti Sara Run Markusdottir og er 22 ára eyjastelpa og á eg eina 3 ára stelpu. Eg útskrifaðist ur einkaþjálfaranum árið 2014 og hef verið að þjálfa einkaþjálfun og  einnig er eg hóptima kennari i Hressó Líkamsrækt i Vestmannaeyjum. Eg  þjalfa þar aðalega Spinning og tíma i heitum sal.

Ég sjálf æfi Crossfit með Crossfit Eyjar og elska það!

Aðal ráðlegging sem eg get gefið fólki er að hafa gaman af hollum og heilbrigðum lífstíl.

Ef þið viljið fylgja mer a snapchat eða instagram þa set eg mikið af æfingamyndböndum þar inn og hægt er að hafa samband við mig i gegnum Facebook eða sararunmarkusdottir@gmail.com