fbpx

Ocean Hero Æfingabuxur | ECONYL®

8.990 kr.6.990 kr.


 
 
Clear

Ocean Hero Æfingabuxur | ECONYL®

8.990 kr.6.990 kr.


 
 
Clear

ÁHRIFIN SEM BUXURNAR HAFA

Miðað við hefðbundar nælon buxur

ÁHRIFIN SEM BUXURNAR HAFA

Miðað við hefðbundar nælon buxur

17,89 L

Spöruð olía

0,83 KG

Minna af CO2

3.86 KWH

Orkusparnaður

17,89 L

Spöruð olía

0,83 KG

Minna af CO2

3.86 KWH

Orkusparnaður

VOTTANIR & VERKSMIÐJA

Verksmiðjur okkar eru staðsettar í kína og hafa hlotið þrjár stórar umhverfis og samfélags vottanir og starfar innan efstu 1% verksmiðja í kína þegar það kemur að siðferðilegum og sjálfbærum framleiðsluaðferðum. Einnig er starfsmönnum borgað yfir meðallaunum

Sjá vottanir og verksmiðju hér

SAGAN

logo white

SAGAN

logo white

BLACKGLACIER vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið og sýnum við það  í verki með því að geta boðið viðskiptavinum upp á umhverfisvæna vöru úr endurunnum efnum. Við höfum nú þegar hannað vörur úr efnum frá endurunnum fiskinetum og öðrum textílúrgangi sem er tekið úr hafinu eða hefði endað þar. við höfum fengið til liðs við okkur stór erlend fyrirtæki sem er leiðandi á heimsmarkaði í endurunnum efnum.

ECONYL® er efnið sem við notum í okkar fyrstu vörur og er úr meðal annars endurunnum fiskinetum og öðrum textílúrgangi. Þannig hjálpum við að þrífa höfin.

Með notkun á þessu efni og öðrum tilvonandi, tæklum við tvö stór vandamál, framleiðslan sem veldur menguninni og nýtum efni sem eru gerð úr annars ónothæfum efnum. Þannig fyrirbyggjum við og hreinsum.

Við köllum nýju vörurnar okkar Sjálfbærar Íþróttavörur. þegar vörurnar frá okkur hafa klárað lífsferilinn sinn er hægt að endurvinna þær og breyta þeim aftur í íþróttavörur eða eitthvað allt annað eins og teppi, gólf eða veggklæðningar. Sama á við umbúðirnar okkar, allar umbúðir eru gerðar úr kraftpappír sem er niðurbrjótanlegur í náttúrunni og er vörunum okkar strax pakkað í þessar umbúðir hjá framleiðanda og tilbúnar til afhendingar til viðskiptavina. Svona lokum við hringnum og getum kallað okkur sjálfbært Íþróttamerki.

Við verðum fremst í sjálfbærum íþróttafatnað á Íslandi og verðum fyrirmynd fyrir aðra framleiðendur.

Þetta er aðeins byrjunin, næstu skref er að hanna fleiri vörur úr þessu efni og nýta okkur fleiri efni og aðferðir eins og efni úr endurnýttum plastflöskum eða annars ónýtanlegum úrgangi frá
vefnaðarframleiðendum sem hefði annars farið í urðun.

Í enda dags er það viðskiptavinir okkar sem hafa allt vald í hendi sér. Við þurfum þína hjálp. Ef þú hefur áhyggjur af umhverfinu og vilt sjá breytingu þarf ekki meira en að deila þessu áfram til þess að þú hafir bein áhrif.
Ef þú ert eins og við og vilt sýna breytingu í verki og hafa áþreifanleg áhrif á umhverfið getur þú forpantað vörurnar okkar.

Vörurnar eru væntanlegar 15. nóvember.