fbpx
Ég skora á þig SYKURLAUSA ÁSKORUN Í EINA VIKU – Motivation.is
14. febrúar, 2017
Hvað ætlar þú að gera eftir Meistaramánuð, fitna aftur? | Áslaug Júlíus
22. febrúar, 2017

Þú æfir og æfir en sérð engan árangur – Hér er ástæðan | Svava björk

80% mataræði / 20% hreyfing

Þetta er vísa sem er ekki nógu oft kveðin. Ég tygg þetta ofan í mína kúnna daglega og mér finnst ótrúlegt að þeir séu ekki komnir með nóg af mér.

Hvernig fæ ég magavöðva, hvernig tek ég bingóið af handleggjunum, ástarhringina á mjöðminni?
Svarið er MATARÆÐI,MATARÆÐI,MATARÆÐI og fyrst og fremst vilji!

Sama hvað þú ert að æfa mikið þá sérðu ekki árangur nema að þú sért að borða rétta fæðu.

Að fá réttu næringuna í líkamann getur gert svo ótrúlega mikið bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Þér líður mun betur eftir að hafa borðað góða næringu og hún kemur í veg fyrir og dregur úr/kemur í veg fyrir marga líkamlega kvilla t.d. of háan blóðþrýstingin og sykursýki.

Passaðu þig líka að borða nóg af mat, því líkaminn fer í varnarstöðu ef hann fær ekki næga næringu reglulega yfir daginn. Þegar líkaminn lærir að komast af á lítilli næringu, verða efnaskiptin hægari og þér finnst þú þurfa minni mat sem getur endað í vana. Reyndu frekar að borða oftar yfir daginn heldur en að borða of lítið. Þegar þú gefur líkamanum og efnaskiptunum rétta og næga orku hjálpar það þér með fitubrennslu.

Gefðu þér tíma til að ákveða og undirbúa matinn fyrir næsta dag, nestaðu þig upp, þá eru minni líkur á að þú misstígir þig.

Svava Björk Hölludóttir

Ég stundaði fótbolta í um 10 ár og sparka enn í tuðruna stöku sinnum, eftir að ég meiddist í fótboltanum hóf ég að stunda líkamsrækt sjálf og hef gert það núna í um 8 ár og er með mikla reynslu þaðan og óbilandi áhuga á lyftingum, almennri heilsu og vellíðan. Kom sjálfri mér upp úr sukki og óhollustu og tileinkaði mér heilbrigðari lífstíl sem hjálpaði mér að líða betur. Ég vil hjálpa öðrum að komast að markmiðum sínum og tileinka sér heilbrigðari lífstíl.