fbpx

Afhendingar og sendingarmátar

Allar pantanir eru sendar með íslandspósti. Við sendum út um allt land heim með óskráðum bréfpósti og skráðum pósti. Ef óskráð sending týnist í pósti ber kaupandi ábyrgð á sendingunni. Kaupandi getur keypt skráða sendingu á 699 kr. sendingin er þá rekjanleg og ef hún týnist í pósti Blackglacier.is ábyrgð á sendingunni. Ef kaupandi vill skila eða skipta vöru greiðir kaupandi sendingarkostnað.

Meðferð persónuuplýsinga

Blackglacier.is meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu Blackglacier.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga á hverjum tíma.

Greiðslufyrirkomulag

Blackglacier.is tekur við greiðslum í gegnum millifærslu á bankareykning síðunnar og einnig með öllum helstu kredit og debitkortum.
Borgun er endursöluaðili fyrir blackglacier.is

 

Forpantanir

Vörur sem eru keyptar í forpöntun munu vera afhentar samdægurs og vörurnar koma til landsins. Mögulegar tafir geta átt sér stað á vörum sem eru forpantaðar vegna orsaka sem Blackglacier getur ekki stjórnað.

þvottaleiðbeiningar

Blackglacier.is ber ekki ábyrgð á skemmdum sem gætu átt sér stað ef réttum þvottaleiðbeiningum er ekki fylgt.

Þvoið kalt
Þerrið buxurnar flatar í skugga
Ekki nota járn
Ekki ekki nota klór
Forðist beint sólskin
Buxurnar þvoist á röngunni

Endurgreiðslur

Blackglacier.is bíður viðskiptavinum upp á 14 daga endurgreiðslu gegn því að varan sé í söluhæfu ástandi, möguleiki á endurgreiðslu fellur úr gildi ef upprunarlegu umbúðir vörunnar eru ekki til staðar eða skemmdar, einnig ef flíkin hefur verið notuð eða merkimiði tekinn af.

Takmörkun ábyrgðar:

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber BLACKGLACIER ehf. enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfelldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu BLACKGLACIER ehf

BLACKGLACIER ehf ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika.

 

Lög og lögsaga:

Þessir skilmálar falla undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við skilmálana fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

 S:6168068 – Vasknúmer: 123175