fbpx
Lærðu á magavöðvana og gerðu æfingarnar rétt | Svava Björk
4. apríl, 2017
BLACKGLACIER gefur út íþróttaföt úr endurunnum fiskinetum
5. október, 2018

Mitt samband við mat og hvernig ég vildi að það væri | Áslaug Júlíus

Að næra líkamann sinn er einn af stærri þáttum grunnþarfa okkar. Samband einstaklings við mat getur verið svo mismundandi eins og við erum mörg. Gullni millivegurinn er svo vand með farinn í þessu eins og í öllu. Einnig er mjög misjafnt hversu mikið fólk pælir í því hvað það er að borða. Eitt er þó víst að allir spá í mat almennt og hver hefur ekki heyrt „hvað á ég að hafa í matinn í kvöld?,, .Persónulega spái ég mikið í því hvernig ég næri minn líkama en þó er ég ekki að segja að ég fari alltaf rétt að. Að þekkja sjálfan sig er mikilvægt og tekur tíma að kynnast sjálfum sér og finna sig. Bæði hvernig maður vill lýta út og hvaða stefnu maður tekur í lífinu. Ég veit hvað er best fyrir mig að borða og hversu mikið ég þarf á diskinn minn en ég hef lengi glímt við það að ráða ekki við að gera það sem er best fyrir mig.


Skömm yfir því að borða, minnimáttarkennd yfir útliti, ofát eða borða undir því sem telst eðlilegt eru þau tímabil sem ég hef farið í gegnum. Auðvitað hef ég átt tímabil þar sem allt er 100% og samband mitt við mat gæti ekki verið betra og bæði andleg líðan og líkaminn fylgir á eftir. Þá mætti segja að allt væri í topp standi. Auðvitað óska ég þess að ég muni hætta tímabilum og vera stabíl til lengri tíma í því sem ég er að gera. Einhverjir tengja og eru ábyggilega alveg mjög mismunandi ástæður fyrir því af hverju og hvernig fólk tengir mat inn í líf sitt. Ég skrifaði fyrir stuttu um markmiðasettningu og ég fer ekki af því að það virkar. Lítil skammtímamarkmið inn í eitt stórt langtímamarkmið er það sem kemur mér persónulega áfram og skora ég á þig kæri lesandi að prufa þetta, sama fyrir hvað það kann að vera.  Ég er ekki með neina töfralausn hvernig á að eiga gott og heilbrigt samband við mat en ég veit þó að hugarfar,sjálfstraust og andleg líðan eru lykilatriði í þessum málum.


persónulega hugleiði ég,hef ákveðið að fá mér þjálfara sem mun stjórna mínu matarræði og ég tek einn dag í einu og hugsa jákvætt um líkama minn og sál. Þetta er það sem ég hef ákveðið að gera í mínum málum. Það er ekkert að því að tala um þetta og hafa margir komið á tal við mig og umræðan verið nákvæmlega þessi. Fólk að spá í sambandi sínu við mat. Ef þú ert með þetta á hreinu deildu reynslunni og því sem þú ert að gera, ef ekki leitaðu ráða og talaðu um þetta. Lofaðu þér því að vera aldrei með foodshame.