fbpx
Fyrir 6 árum tók ég ákvörðun sem breytti mér sem einstakling | Ellen Rut
20. mars, 2017
Mitt samband við mat og hvernig ég vildi að það væri | Áslaug Júlíus
28. apríl, 2017

Lærðu á magavöðvana og gerðu æfingarnar rétt | Svava Björk

Core-æfingar

Æfingar fyrir djúpu kviðvöðvanna er eitthvað sem vefst fyrir mörgum. Oftar en ekki eru tvær skoðanir á þessu, önnur er sú að fólk trúir að magaæfingar og kreppur séu svarið við að fjarlæga bumbuna og ná fram þessum six-pack sem allir þrá, þær eru nú ekki alveg gagnslausar því þær gera jú vöðvanna fína og sýnilega. Svo eru það þeir sem trúa á meiri „hagnýtar hreyfingar“ til að styrkja miðjuna sem leiðir til betri líkamsstöðu og daglegar hreyfingar verða auðveldari. Þessum æfingum fylgir svo auðvitað þvottabretti, þ.e. ef maður er duglegur að borða rétt auðvitað því að það má ekki gleyma að „abs are made in the kitchen“.

Core vöðvarnir:

Á myndina vantar erector spinae sem er vöðvi sem liggur meðfram hryggnum.

 

 

 

Með því að æfa þessa djúpu vöðva er hægt að koma í veg fyrir og laga verki í baki og mjöðmum sem myndast oftar en ekki hjá fólki sem situr mikið (við vinnu, heima, í bílnum t.d.).

Við nýtum miðjuna í hreyfingum og æfingum, hnébeygjur, framstig og upphýfingar eru til dæmis allt mjög góðar æfingar til að styrkja miðjuna

Plankaæfingar eru auðveldar og oftast notaðar fyrir þessa djúpu kviðvöðva en það verður að passa að anda rétt og spenna miðjuna vel.
Það eru til margar útgáfur af planka en best er að byrja á einföldu og prufa sig svo áfram. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir af mismunandi planka æfingum:

 

Fyrir mjóbakið er þessi frábær. Muna að halda í 4-6 sek í þessari stöðu.

 

 

 

 

 

Svo má ekki gleyma TRX böndunum og æfingaboltunum

Svo er hægt að gera bóndagöngu eða æfingar með vírum

 

Svava Björk Hölludóttir

Ég stundaði fótbolta í um 10 ár og sparka enn í tuðruna stöku sinnum, eftir að ég meiddist í fótboltanum hóf ég að stunda líkamsrækt sjálf og hef gert það núna í um 8 ár og er með mikla reynslu þaðan og óbilandi áhuga á lyftingum, almennri heilsu og vellíðan. Kom sjálfri mér upp úr sukki og óhollustu og tileinkaði mér heilbrigðari lífstíl sem hjálpaði mér að líða betur. Ég vil hjálpa öðrum að komast að markmiðum sínum og tileinka sér heilbrigðari lífstíl.