fbpx
Þú æfir og æfir en sérð engan árangur – Hér er ástæðan | Svava björk
21. febrúar, 2017
Fyrir 6 árum tók ég ákvörðun sem breytti mér sem einstakling | Ellen Rut
20. mars, 2017

Hvað ætlar þú að gera eftir Meistaramánuð, fitna aftur? | Áslaug Júlíus

Við Íslendingar erum nokkuð góðir að finna okkur ástæður til þess að afreka ýmsa mismunandi hluti eða finna tilefni fyrir einhverskonar skemmtun. Þennan mánuðinn var það meistaramánuður þar sem fólk setti sér skamms tíma markmið út mánuðinn  og kepptist við að standast þær væntingar og kröfur sem það setti sér. Eftir þessa ágætu tuttugu og átta daga er hægt að finna stolta einstaklinga sem hafa gert það sem þeir ætluðu sér ásamt einstaklingum með samviskubit yfir því að hafa ekki farið samkvæmt áætlun og allt þarna á milli. Það sem margir eiga það þó sameiginlegt er að eftir þá áætluðu daga sem lagt var upp með þá er ekki hugsað upp nýtt plan að nýju markmiði hvort sem það er skamms tíma markmið eða til lengri tíma. Það er einnig hægt að tala um janúar mánuð þar sem fólk fyllist eldmóði á nýju ári og líkamsræktarstöðvar landsins fyllast. Uppgjöfin kemur fljótt í fólk þar sem það hefur annaðhvort sett sér of háleit og óraunhæf markmið eða byrjar á einhverju hreinlega án þess að hafa eitthvað ákveðið í huga.


Markmiða setning er mikilvæg að öllu leyti og í raun ómögulegt að ná árangri ef þú veist ekki almennilega hvert þú stefnir og hvernig þú ætlar að komast þangað. Það er jafn mikilvægt alla mánuði og daga ársins að vera í stöðugri vinnu með sjálfum sér.
Breyta til, setja sér ný markmið og halda alltaf áfram. Það er svo ótrúlega auðvelt að verða stefnulaus og samdauna samfélaginu og vera í sama farinu. Það þekkja það allir hvað er þægilegt að gera það sem maður þekkir best, sama hvað það er. Lykillinn er að hætta að hætta. Ekki hætta þó þú missir ekki öll þau auka kíló sem þú vildir í janúar, þó þú hafir ekki gert öll þau góðverk sem þú ætlaðir þér eða náðir ekki að hætta reykja í meistaramánuði eða hvaða mánuði sem er. Hvort sem þú náðir þínum markmiðum í meistaramánuði eða ekki….settu þér nýtt markmið eftir þetta og haltu áfram.

Áslaug Júlíus