fbpx
Hvað ætlar þú að gera eftir Meistaramánuð, fitna aftur? | Áslaug Júlíus
22. febrúar, 2017
Lærðu á magavöðvana og gerðu æfingarnar rétt | Svava Björk
4. apríl, 2017

Fyrir 6 árum tók ég ákvörðun sem breytti mér sem einstakling | Ellen Rut

Ég á 6 ára afmæli

Í síðustu viku átti ég 6 ára afmæli.

6 ár frá því ég tók þá ákvörðun að skella mér í ræktina strax á mánudaginn.
6 ár frá því að ég breyti lífi mínu til hins betra.
6 ár frá því ég horfði á sjálfa mig og hataði allt sem ég sá.
6 ár frá því ég byrjaði að sitja sjálfa mig í fyrsta sæti.

Hálfu ári áður en ég steig inn í líkamsrækt.

Margt hefur gerst á þessum 6 árum.

Þegar ég byrjaði í litlu ræktinni í íþróttahúsinu í Garðabæ átti ég stuttbuxur sem ég hefði stolið af frænda mínum, fótboltasokka og einhvern bol. Í dag á ég meira af íþróttafötum en venjulegum fötum.

Þegar ég byrjaði var sjálfstraustið og sjálfsmatið lítið sem ekki neitt, ég reyndar viðurkenni að það er ekki komið alveg á þann stað sem ég vil hafa það, en ég er komin 100 skrefum lengra en fyrir 6 árum.

Fyrir 6 árum hélt ég að þetta yrði ekkert vandamál og ég yrði bara mjó eftir nokkrar vikur. Í dag geri ég mér grein fyrir að það er óraunhæft. Í dag geri ég mér grein fyrir að það falla allir einhver tímann, misjafnlega langt en allir falla einhver tímann, hvort sem það er að detta í skyndibitann dögum saman eða óvelkomið súkkulaði á mánudegi. Eini munurinn á þeim sem halda áfram að ná árangri og þeim sem ná engum árangri er hvernig þeir standa upp og hrista af sér rykið.

Fyrir 6 árum hélt ég að ég myndi koma til með að vera öryrki með enga framtíð eftir slysið, í dag er ég með háskólagráðu, er í frábærri vinnu og á frábæra vini.

Fyrir 6 árum kunni ég ekki neitt í ræktinni – í dag er ég ÍAK einkaþjálfari og vinn standlaust að því að verða betri útgáfa af sjálfri mér.

Svo margt hefur breyst á þessum stutta tíma, ekki aðeins hef ég misst um það bil hálfa mig, þá hef ég þroskast svo mikið sem einstaklingur í gegnum þetta ferli. Ég hef þurft að kynnast veikleikum mínum og ég hef kynnst styrkleikum mínum.

Í dag 6 árum seinna elska ég sjálfa mig.
Í dag 6 árum seinna horfi ég raunhæft á sjálfa mig, ég breyti því ekki sem er ekki hægt að breyta.
Í dag 6 árum seinna er ég hætt að bera sjálfa mig saman við óraunhæfar myndir af kvennlíkamanum eins og hann birtist í sjónvarpi.
Í dag 6 árum seinna hugsa ég fyrst og fremst um mig, ekki alla aðra á undann.

Útskriftarkjólinn þá og nú

Settu sjálfa þig í fyrsta sæti, ekki fá samviskubit fyrir að taka þér smá tíma fyrir sjálfan þig. Þetta mun verða þess virði til lengri tíma litið. Þér mun líða betur með sjálfa þig eftir 6 ár. Byrjaðu ekki seinna en í dag.