fbpx
5 frábærar leiðir til að róa kvíðinn huga
6. febrúar, 2017
Viku kvöldmatseðill af hollum og ótrúlega góðum mat – Sara Rún
10. febrúar, 2017

Ert þú búin að setja þér raunhæf markmið fyrir meistaramánuð? – Svava Björk

Ert þú búin að setja þér markmið?

Nú þegar meistaramánuður er gengin í garð eru allir að setja sér markmið bæði líkamleg og andleg. Ég ætla að deila með ykkur mínum markmiðum og er þar með einnig búin að setja þau niður á blað en það er gott að skrifa þau niður og hengja upp á vegginn, spegilinn eða ísskápinn þar sem þú sérð þau daglega til að minna þig á þau.

Markmiðin mín í meistaramánuði:

  1. Hlusta á líkamann – ég er oft að keyra mér dálítið út og það hefur komið niður á heilsunni. Ég ætla að passa mig að gera ekki of mikið og hlusta betur á líkamann þegar hann þarf sína hvíld.
  2. Teygja á eftir æfingar – Ég hef aldrei verið liðug og 2017 verður árið sem ég bæti úr því, ég ætla að taka mér auka 10 mínútur eftir hverja æfingu til að teygja vel á. Lokamarkmiðið með þessu er að komast í splitt fyrir jólin.
  3. Fara í hot yoga 1x í viku – þetta er hluti af að verðra liðugri markmiðinu og svo er bara svo góð tilfinning að klára góðan teygjutíma og svitna smá í leiðinni.
  4. Rúlla brjóstkassann 3x í viku – ég er með pínu framstæðar axlir og ætla að bæta úr því með því að losa um bandvefinn á brjóstkassanum sem er að toga axlirnar fram.
  5. Skipuleggja mig vel – það hittir þannig á að í febrúar er nóg að gera hjá mér í vinnu og ég þarf að skipuleggja mig extra vel ef ég ætla að ná að koma inn mínum æfingatíma líka þarna. Hér á ég við bæði að skipuleggja daginn og mataræðið, gera mér nesti og hafa allt tilbúið daginn áður.
  6. Rækta vináttu – ég hef ekki gefið mér tíma til að hitta vini mína síðustu mánuði og ætla að koma því í lag og taka 2 kvöld í viku til þess að gera eitthvað skemmtilegt með vinum mínum.
  7. Hugsa meira jákvætt og minnka stress – ég er mjög stressuð týpa og á það til að gera úlfalda úr minnstu mýflugu og stressa mig á óþarfa hlutum, ætla að venja mig af því.
  8. Vera duglegri að hrósa fólki – Ég þarf að vera duglegri að hrósa fólkinu í kringum mig og hrósa sjálfri mér líka.

Markmið eiga að vera SMART

Skýr – skiljanleg, læsileg og mikilvæg

Mælanleg – Þú verður að vita hvenær þú hefur náð þeim

Aðlaðandi – þú verður að geta náð þeim

Raunhæf – Það ætti ekki að taka of langan tíma að ná þeim

Tímasett – settu lokatíma á markmiðið

Svava Björk Hölludóttir

Ég stundaði fótbolta í um 10 ár og sparka enn í tuðruna stöku sinnum, eftir að ég meiddist í fótboltanum hóf ég að stunda líkamsrækt sjálf og hef gert það núna í um 8 ár og er með mikla reynslu þaðan og óbilandi áhuga á lyftingum, almennri heilsu og vellíðan. Kom sjálfri mér upp úr sukki og óhollustu og tileinkaði mér heilbrigðari lífstíl sem hjálpaði mér að líða betur. Ég vil hjálpa öðrum að komast að markmiðum sínum og tileinka sér heilbrigðari lífstíl.