fbpx
Viku kvöldmatseðill af hollum og ótrúlega góðum mat – Sara Rún
10. febrúar, 2017
Þú æfir og æfir en sérð engan árangur – Hér er ástæðan | Svava björk
21. febrúar, 2017

Ég skora á þig SYKURLAUSA ÁSKORUN Í EINA VIKU – Motivation.is

SYKURLAUS ÁSKORUN  Í EINA VIKU

Þar sem meistaramánuðurinn er hálfnaður þá langar mig að koma með litla góða áskorun.
Ég veit að það eru margir sem hafa sett sér þetta markmið yfir mánuðinn eða eru með önnur góð markmið en þá langar mig samt að skjóta þessari áskorun á allann lesendahóp okkar á Motivation.is

Hópurinn sem mig langar aðalega að senda þessa áskorun á er einstaklingar sem hafa einhverskonar vandamál. T.d.  kvíða, þunglyndi, ADHD, mígreni, gigtarveiki eða aðra sjúkdóma.
Þótt þið hafið ekki þessi vandamál þá er ég samt ennþá að senda ykkur hinum þessa áskorun líka

Áskorunin er það að vera SYKURLAUS í eina viku!
Þessi áskorun er til þess að sýna fólki hvernig sykur hefur áhrif á andlega&líkamlega heilsu okkar. Ein vika af sykurlausu sýnir hversu vel okkur líður án sykursins, en hann er rosalega ávanabindandi og eiga margir við sykurfíkn að stríða!

Það sem ég vil að þið gerið er að skora á fjölskyldumeðlim, vin, vinnustað eða aðra til þess að taka þátt !
Deildu þessari færslu á vin til þess að skora á hann!

Gangi ykkur vel !

Sara Rún Markúsardóttir

Eg heiti Sara Run Markusdottir og er 22 ára eyjastelpa og á eg eina 3 ára stelpu. Eg útskrifaðist ur einkaþjálfaranum árið 2014 og hef verið að þjálfa einkaþjálfun og  einnig er eg hóptima kennari i Hressó Líkamsrækt i Vestmannaeyjum. Eg  þjalfa þar aðalega Spinning og tíma i heitum sal.

Ég sjálf æfi Crossfit með Crossfit Eyjar og elska það!

Aðal ráðlegging sem eg get gefið fólki er að hafa gaman af hollum og heilbrigðum lífstíl.

Ef þið viljið fylgja mer a snapchat eða instagram þa set eg mikið af æfingamyndböndum þar inn og hægt er að hafa samband við mig i gegnum Facebook eða sararunmarkusdottir@gmail.com