fbpx
Hvað er best að borða fyrir æfingu og afhverju – Svava Björk
20. janúar, 2017
Ert þú búin að setja þér raunhæf markmið fyrir meistaramánuð? – Svava Björk
7. febrúar, 2017

5 frábærar leiðir til að róa kvíðinn huga

Kvíði getur haft mikil áhrif á líf manns. Þegar maður upplifir kvíðakast getur allt orðið svo yfirþyrmandi. Oft verður þá erfitt að taka ákvarðanir og reyna vinna lausn á þeim vanda sem veldur kvíðanum. Kvíði fær mann líka til að ofhugsa hlutina sem veldur meiri kvíða sem lætur mann halda áfram að ofhugsa og þannig myndast vítahringur. Það getur verið erfitt að losna úr þessum vítahring og það versta sem maður gerir er að bæla hugsanirnar niður. Þó það virki tímabundið þá koma hugsanirnar upp aftur og oftast af enn meiri krafti. Betra er að nota hugræna- atferlismeðferð til að róa hugann. Því ætla ég að deila með ykkur nokkrum ráðum sem ég rakst á síðunni Psychology Today  sem ættu að geta hjálpað.

1. Horfðu á kvíðahugsanir sem spurningar en ekki staðreyndir. 

Í stað þess að hugsa að nú sé allt versta að fara gerast prófaðu að bæta spurningamerki við. Er þetta það versta sem getur gerst? Eða getur kannski eitthvað gott gerst í staðinn? Hvort er líklegra að það gerist eitthvað slæmt eða gott ef þú metur það út frá fyrri reynslu og aðstæðum?
Hugur í kvíðakasti er að reyna verja þig með því að spá fyrir um hvað mun gerast. En þetta er eingöngu spá – ekki staðreynd um það hluturinn muni gerast.

2. Áttaðu þig á að hugsanir eru upplýsingar á hreyfingu en ekki heilagur sannleikur

Hugur okkar er ofurnæmur við ótta og hættum vegna þess að það hjálpaði forfeðrum okkar að lifa í náttúrunni hér áður fyrr. Við verðum samt að muna að sumar hugsanir eru bara ósjálfráð svörum við aðstæðum og ekkert meira en það. Það er svo í okkar valdi hvort við ákveðum að trúa þessum hugsunum og hanga á þeim. Ef þú veitir hugsun athygli lifir hún lengur. Í staðin er gott að átta sig á hugsuninni, hvað hún merkir en leyfa henni svo að fara.

3. Stundaðu hugleiðslu 

Æfðu þig í að skoða hugsanir þínar í stað þess að bregðast ósjálfrátt við þeim. Ímyndaðu þér að hugsanirnar séu eins og ský sem fljóta framhjá. Hvaða ský tekurðu að þér og hver láta þig langa að hlaupa í burtu? Með hugleiðslu er hægt að skoða hugsanirnar hlutlaust án þess að bregðast við þeim

4. Vertu í núinu 

Hugurinn á það til að dvelja í fortíðinni. Þó að eitthvað neikvætt gerðist í fortíðinni þá þýðir það ekki að eitthvað neikvætt muni gerast í dag. Spyrðu sjálfa þig hvort aðstæður, þekking og geta til að takast á við aðstæður hafi ekki breyst síðan síðast? Sem fullorðin manneskja áttu meiri möguleika til að velja með hverjum þú ert. Þú hefur líka meiri tök á að taka eftir, koma í veg fyrir eða fara úr vondum aðstæðum núna heldur en þegar þú varst barn eða unglingur. Reyndu að dvelja í núinu og umvefja þig jákvæðu fólki og góðum aðstæðum.

5. Stattu upp og haltu áfram 

Þegar þú ert kvíðinn yfir einhverju á maður til að festast í að hugsa um þann hlut. Þá getur verið gott að standa upp og gera eitthvað allt annað. Síðan er hægt að setjast niður aftur og skoða það sem valdi manni kvíða og þá sér maður hlutinn oft í allt öðru ljósi.

Þessi grein birtist upphaflega á vef kvíði.is af Viktoríu Birgisdóttur